Húsfundur í dag
Minnum á húsfund í dag. Fullt af áhugaverðu efni sem vert er að ræða. Meðal annars er Geysisdagurinn til umræðu, heimsókn til Gautaborgar, ákeðin verður félagsleg dagskrá fyrir júní og margt fleira skemmtilegt. Svo er rétt að hafa í huga að í félagslegri dagskrá fimmtudagsins 23. maí er bíóferð, en á fundinum verður ákveðið hvaða mynd á að sjá. Svo minnum við á góða veðrið en þá er alveg kjörið að fara út úr húsi í sleik við sólina.

Þessi skemmtilega mynd er tekin í Gautaborg, en þar er alltaf gott veður nema þegar það er ekki eins gott.