Húsfundur og Perluferð
Góðan daginn vinir og vandamenn. Þá er klúbburinn kominn í vinnugírinn, húsfundur á morgun og Perluferð á fimmtudag. Er ekki tilvalið að koma og taka þátt í húsfundi á morgun og gæða sér á einni eða tveimur kökusneiðum í leiðinni. Framundan er bara skemmtilegur tími eins og t.d Færeyinga heimsókn, vinna í matjurtargarðinum, Geysisdagurinn og allt það húllum hæ sem honum fylgir, þá er verið að tala um heilsuvikuna 6. til 10. júní þar á undan. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá er eldhúsdeildin komin á fullt.