Húsfundur
Á húsfundi í dag miðvikudag klukkan 14:30 ætlum við félagar og starfsfólk að setjast niður og spjallar um allt það sem okkur langar til að gera í nánustu framtíð varðandi starfsemi Geysis. Allar hugmyndir eru velkomnar, því fjölbreyttari því skemmtilegri. Hér eru nokkur mál sem verða á dagskrá, Vorferð til Vestmannaeyja, Árshátíðin og Færeyjarferð. Þetta er nú bara brot af þeim málum sem tekin verða fyrir á eftir. Munið að það er boðið upp á kaffi, kökusneið og ávexti á meðan fundi stendur.