Hvítasunna – breyttur opnunartími
Kæru félagar, við minnum á að lokað verður mánudaginn, 24. maí, annan í hvítasunnu í Klúbbnum Geysi. Njótum langrar helgar og vonumst eftir góðu veðri. Eftir helgina, á þriðjudag, ætlum við að fara aftur í okkar hefðbundnu dagskrá og hafa opið á milli 8.30-16.00 en til kl. 15.00 á föstudögum. Þá verður morgunmatur aftur á boðstólnum og hádegismatur eldaður. Nú er eldamennskan farin aftur af stað og gaman að sjá hve margir koma og næra sig og njóta samveru. Á þriðjudaginn klukkan 10.00 er skipulagsfundur og þá þarf að ákveða matseðil fyrir júnímánuð og hvetjum við félaga til að koma og deila hugmyndum sínum um hvaða kræsingar á að bjóða upp á í næsta mánuði.
Við erum sannarlega á réttri leið. Sjáumst hress og kát