IKEA ferð
Farið verður í IKEA í Kauptúni fimmtudaginn 14.nóvember. Vafrað verður um verslunina og síðan snætt á Veitingastað IKEA. Lagt verður af stað frá Geysi kl 16:00 og eru allir félagar sem hafa áhuga hvattir til að skrá sig. Þeir sem eru á bíl mega gjarnan láta vita.
Bent skal á að jólamatseðill IKEA er þegar í gangi með sænskri jólaskinku, hangiköt á beini eða bara hangkjötssneiðar með kartöflumús og grænum baunum.