Íslenskunámskeið í Klúbbnum Geysi
Fimmtudaginn 14. okt verða Kári og Sigrún með íslenskunámskeið í klúbbnum. Meginmarkmið er að vera með skemmtilegt og gagnvirkt námskeið. Námskeiðið verður létt og leikandi, fjallað verður um orðflokkana og uppbyggingu íslenskunnar í formi spjalls sem hvetur til skoðanaskipta því íslenskan er lifandi mál sem sífellt tekur breytingum. Menn geta alveg verið sammála um að vera ósámmála en allir þurfa að rökstyðja sína skoðun enda máltilfinning oft einstaklingsbundin. Sjáumst hress.