Jólabíóferð á Interstellar í Kringlubíó
Eftir húsfund í gær var ákveðið að við myndum fara á Interstellar í Sambíóum Kringlunni. Myndin byrjar 17:30 svo það er ágætt að vera komin aðeins fyrir þann tíma.
Myndin sem hefur verið að fá mjög góða dóma, fjallar um ferð nokkurra geimfara út í geiminn og könnun þeirra á nýuppgötvuðum og afar dularfullum ormagöngum sem gerir þeim kleift að ferðast um óravíddir alheimsins á alveg nýjan hátt.
Verð:
Almennt miðaverð (Almennt miðaverð Sambíóanna) 1.300 kr.
Barn 0 til 8 ára 700 kr.
Börn 9 til 12 ára 1.100 kr
Eldri borgarar og öryrkjar 900 kr
Vonumst til að sjá sem flesta 🙂