Jólaflóamarkaður í Klúbbnum Geysi
Laugardaginn 10. nóvember næstkomandi verður haldinn flóamarkaður í Skipholti 29 frá klukkan 11:00 til 15:00. Kaffi og vöfflur verða til sölu. Flóamarkaðurinn er haldinn til að efla ferðasjóð klúbbsins.
Klúbburinn Geysir er félag fólks sem á við eða hefur átt við geðrænar áskoranir og hefur reynst mjög vel sem brú út í samfélagið á ný eftir veikindi.
Allir eru hjartanlega velkomnir.