Jólaföndrið 27. nóvember
Nú er komið að því sem félagar hafa lengi beðið eftir, það er í 12 mánuði. JÓLAFÖNDUR með TÓTU og BENNA. Föndrið verður með hefðbundnu sniði. Félagar koma með hráefni sem þeir vilja búa til úr og láta síðan sköpunarkraftinn ná tökum á sér og láta ekki staðar numið fyrr en kl. 19.00. Veitt verður tilsögn í gerð jólaherðatrjáa og aldrei að vita nema jólakrókódíllinn rísi úr fenjunum með dyggri aðstoð Benna. Kaffi, kakó og veitingar við vægu verði á staðnum. Komið, sjáið, takið þátt og sannfærist.