Jólaföndur 28. nóvember
Það styttist í jólin og því ekki seinna vænna að fara að skreyta!
Í tilefni þess verður haldið jólaföndur í Klúbbnum Geysi fimmtudaginn 28. nóvember.
Föndrið hefst klukkan 16:00 og stendur til klukkan 19:00.
Föndrað verður undir ljúfum jólatónum og gaman væri að fá sem flesta með til að skapa sanna og góða jólastemningu 🙂
Bráðum koma blessuð jólin… ert ÞÚ tilbúin/n?