Jólamatur í Klúbbnum Geysi
Kæru félagar, í ljósi aðstæðna verða hátíðahöld og jólamatur með breyttu sniði en tíðkast hefur. Hátíðamaturinn verður ekki að kvöldi heldur eldaður í hádeginu. Því miður verður ekki hægt bjóða með sér gestum í matinn, heldur geta aðeins félagar skráð sig í matinn þetta árið. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.
11. desember -Hamborgarhryggur í hádeginu, kr. 2000
18. desember – Hangikjöt og meðlæti í hádeginu, kr. 2000
23. desember – Skötuveisla í hádeginu, kr. 2000
24. desember – Lambalæri í hádeginu, kr. 2000
26. desember – Hátíðakaffi á milli 13.00 og 15.00, kostar ekkert
31. desember – Gamlárssúpa í hádeginu, kr. 800
Athugið að opnunartími á aðfangadag er 10-14, og nýársdag er opið á milli 11-15.