Jólaþemadagur á föstudaginn
Jólaþemadagur???? Hvað er það? Jú það er nýjung í starfi klúbbsins, eða allt að því nýjung. Látum sem það sé nýjung. Þetta felst í því að félagar og starfsfólk mætir í klæðum tengdum jólum, eða jafnvel hafi með sér einn kæran hlut sem tengist hátíðinni og hugsanlega kúplar honum í jólagírinn. Þetta getur verið skraut, eða sambærilegt. Jafnvel að einhver kunni að segja frá einhverjum skemmtilegum viðburði sem lifir í jólaminningu viðkomandi. Allt velkomið sem lyft getur jólastemningunni á kærleikans kristilega jólasvið.
Það minnir mig á vísu sem ég heyrði eitt sinn kveðna við hellismunna í fjarlægri sveit:
Jólaköttur kíkti við
að kæta lítil börn.
Eftir brölt og jólabið
þar brosti Helena Hörn.