Jólaveislan 1. desember
Nú líður að jólum enn á ný og þá hefst undirbúningur fyrir jólaveislu klúbbsins. Í ár verður veislan haldin föstudaginn 1. desember. Miðaverð er 3.000 krónur og fyrir þann pening lofum við fjöri, söng, hamborgarhrygg og meðlæti, möguleika á happdrættisvinningi og góðri stund með vinum og vandamönnum. Þarf að skrá sig og greiða 1.500 króna staðfestingargjald fyrir föstudaginn 24. nóvember komandi.
Að þessu sinni verða gefnir út sér happdrættismiðar. Einn happdrættismiði fylgir hverjum matarmiða en ef fólk kýs, er hægt að kaupa happdrættismiða aukalega á 1.000 krónur.
Vinningarnir í happdrættinu eru ekki lakir í ár. Meðal vinninga er: Út að borða á góðum veitingastöðum Reykjavíkur, leikhússýning, fallegt skraut á heimilið, hótelgisting og svo mætti lengi telja.
Börn 12 ára og yngri fá frítt inn, en þá fylgir ekki happdrættismiði fyrir þau.