Kælirinn kominn í notkun
Kælirinn sem við fengum og hefur reyndar verið á óskalistanum hjá klúbbnum í mörg ár er kominn í gagnið með mörgu girnilegu ljúfmeti; og hollu. Nú geta félagar keypt sér næringu allan daginn að sjálfsögðu á góðu verði. Skorað er á félaga að kynna sér úrvalið og njóta veitinganna í sífellt meira “með hverjum degi” aðlaðandi umhverfi.