Kaffi á Milanó á fimmtudag
Í félagslegri dagskrá fimmtudaginn 16. mars verður farið á kaffihús. Að þessu sinni verður haldið á vit ítalskrar atmósferu og lagst í kaffidrykkju að hætti ítalskra Mílanóista. Þetta annálaða kaffihús á merka sögu í íslenskri kaffihúsaflóru og með eldri kaffihúsum landsins. Þeir sem ætla með í þetta ævintýrkaffi verða að skrá sig í Geysi eigi síðar en fyrir brottför frá Klúbbnum Geysi fimmtudaginn 16. mars kl. 16.00.

Myndin er tekin á Cafe Milanó árið 2007, en þá hélt Ragnheiður Spence félagi í Geysi myndlistarsýningu þar. Myndirnar á veggnum eru eftir Ragnheiði