Kaffihúsaferð á fimmtudag og opið hús á laugardag
Það verður farið á kaffihúsið Energia í félagslegri dagskrá fimmtudaginn 24.10. Energia er staðsett í Smáralindinni og býður uppá alls kyns góðgæti. Lagt verður af stað verður frá klúbbhúsinu kl 16. Laugardaginn 26.10 verður opið hús í klúbbnum milli kl 11 og 15. Við ætlum að elda pasta og boðið verður upp á spurningakeppni. Spyrill verður Kári Ragnars. Hægt er að skrá sig á þar til gerðum blöðum í klúbbhúsinu, einnig er hægt að hringja og skrá sig.