Kaffihúsaferð í Perluna
Félagslegt á fimmtudaginn 15. júlí. Við förum í Perluna og njótum samverunnar á kaffihúsinu og ísgerðinni og á útsýnispallunum, en við fáum að njóta þess að fara út á útsýnispallinn endurgjaldslaust. Lagt verður af stað frá Klúbbnum klukkan 16:00.
Einnig er hægt að fara í Fluglínuna (Zip-line) og þá verður að panta tíma fyrir hópinn. Næsti lausi tími er klukkan 17:00 og kostar 2.900 kr ferðin en við fáum 20% afslátt.
Svo er líka hægt að fá 2 fyrir 1 í NOVA.
Munið að skrá ykkur á skráningarblaðið á annarri hæð eða hringja inn og skrá ykkur þannig 🙂