Kapteinn Undur í Kringlubíó
Fimmtudaginn 21. mars ætla Geysisfélagar að fara í Kringlubíó og horfa á ofurhetjustórmyndina um Kaptein Undur. Myndin segir frá því er Carol Danvers verður ein kraftmesta ofurhetja alheimsins, þegar Jörðin lendir í miðju stjörnustríði á milli tveggja geimveruættbálka. Þetta er þrusuævintýra og vísindasögumynd sem hefur slegið aðsóknarmet um víða veröld. Lagt verður af stað kl.16:00 frá klúbbnum. Sýningin hefst kl. 16:20. Hvetjum alla til að upplifa þennan menningarviðburð. Skráning í Klúbbnum Geysi. Minnum á fimmmanna regluna.