Keila á morgun
Farið verður í keilu í Egilshöll á morgun fimmtudag 17. nóvember. Farið verður frá klúbbhúsinu kl. 16:00 en þeir sem vilja hitta hópinn í Keiluhöllinni skulu vera þar um kl. 16:20.
Nú er endilega að mæta og slá sitt fyrra met. Heyrst hefur að Grace sé með nokkra keilu titla í farteskinu og ætli sér stóra hluti á morgun. Vinsamlegast hafið samband í klúbbinn og skráið ykkur.