Klúbburinn Geysir 20 ára í dag
Þá er þessi mikli tilhlökkunardagur runninn upp. Klúbburinn Geysir hefur náð 20 ára aldri og aldrei verið hressari né bjartara yfir starfseminni. Það má þakka þeim mörgu félögum sem unnið hafa að stofnun hans og vilhaldið þeim krafti sem nauðsynlegur er í þeirri byltingarlegu nálgun sem hugmyndafræði hans byggist á. Eins og komið hefur fram mun klúbburinn bjóða til dálítillar hátiðar með tónlist, ræðuhöldum og gamanmálum á Hard Rock Cafe. Dagskrá hefst kl. 16.00 og mun standa fram til kl. 20.00. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér vini og vandamenn. Fögnum þessum merku tímamótum saman og syngjum afmælissönginn í allan dag.
Til hamingju með daginn.

Klúbbnum Geysi færður blómvöndur í morgun frá Helga og Tótu Helgu í tilefni dagsins