Klúbburinn Geysir lokar frá og með 24. mars til 14. apríl
Covid-19 faraldurinn kemur mjög illa við hugmyndafræði klúbbhúsa þar sem hjarta starfsemi hvers klúbbhúss slær jafnan í bestum takti á vinnumiðuðum degi. Þátttaka félaga og náin samvinna í verkefnum eru nefnilega lykilatriði í klúbbhúsinu. Þannig eru klúbbhúsin mjög viðkvæm gagnvart heimsáfalli af þessari stærðargráðu. Til þess að halda smitleiðum í lágmarki er nauðynlegt að halda fjarlægð milli fólks og stunda reglulegan handþvott.
Við viljum ekki standa frammi fyrir því að þurfa að loka tímabundið vegna smits sem gæti komið upp í klúbbnum.
Þess vegna hefur verið ákveðið að loka Klúbbnum Geysi að minnsta kosti til 14. apríl sem byggist meðal annars á eftirfarandi: „Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð er óheimil.“ https://www.covid.is/tilkynningar
Ofangreind ákvörðun er einnig byggð á tilmælum Clubhouse Europe og Clubhouse International.
Þetta er öllum hlutaðeigandi verulega þungbært en við erum bjartsýn og auðvitað er þetta bara tímabundin lokun.
Allar nánari upplýsingar verður hægt að nálgast eftir föngum á heimasíðu klúbbsins kgeysir.is og facebooksíðu.