Komdu í kaffi og köku á húsfundi í dag
Við minnum á vikulegan húsfund í dag, 6. október, klukkan 14.30
Dagskráin er þétt og mjög áhugaverð.
Komdu og taktu þátt, að venju er kaffi og kökur í boði hússins.
Hefur þú hugleitt af hverju við höldum húsfundi?
Við vinnum samkvæmt 37 alþjóðlegum stöðlum og hugmyndin um húsfundi rímar sterklega við staðla númer 8 og 37.
Sá fyrri, númer 7, fjallar um samband starfsfólks og félaga.
Allir klúbbhúsafundir eru opnir bæði félögum og starfsfólki. Ekki eru haldnir formlegir aðskildir fundir starfsfólks eða félaga þar sem ákvarðanir um starfsemina og málefni einstaklinga eru rædd.
Sá seinni, númer 37, er jafnframt sá síðasti í röð staðlanna og fjallar um stjórnun og framkvæmd klúbbsins.
Klúbburinn heldur opna umræðufundi þar sem félagar og starfsfólk eru virkir þátttakendur og almennt teknar samhjóða ákvarðanir er varða framkvæmd, stefnumótun og markmið klúbbsins