Kópavogsgangan 18. október
Nú er haustið komið og tilvalið er að njóta litadýrðarinnar sem það hefur uppá að bjóða. Að því tilefni ætlum við að skella okkur í göngu í Kópavogi þann 18. október næstkomandi. Við ætlum að hittast kl 16 á Rútstúni við sundlaug Kópavogs og ganga um falleg útivistarsvæði þar í kring. Við minnum fólk á að það þarf að skrá sig fyrir kl 12 fimmtudaginn 18.