Kórinn í dag og styttist í skötu
Hefðbundin aðventa í mat og drykk hefur gengið vel fyrir sig í Klúbbnum Geysi. Þátttaka verið mjög góð í hvoru tveggja hátíðabrigðum og vinnumiðuðum degi. Í dag verður kóræfing sú síðasta á þessu ári. Þá er ætlunina að hrista hópinn betur saman með því að ræða og hlusta á uppáhaldslög kórfélaga. Svo er skötuveislan á föstudaginn með tilheyrandi jólailmi. Að vanda verður og boðið upp á saltfisk, svo fjölbreyttninni sé haldið til haga.