Kosningafundur hjá Geðhjálp
Þriðjudaginn 17 apríl kl 19:30 verður haldinn fundur með frambjóðendum til borgarstjórnar í Reykjavík í húsnæði Geðhjálpar Borgartúni 30 2. hæð.
Frambjóðendur allra flokka munu mæta meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun mæta fyrir hönd Samfylkingarinnar og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrrverandi starfsmaður Geysis mun mæta fyrir hönd VG. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.