Kriki á fimmtudaginn
Nú er komið upp skráningarblað í Geysi hvar áhugasamir um Krikaferðina á fimmtudaginn eru hvattir til þess að skrá sig í ferðina. Þeir sem eru tilbúnir að bjóða bíla sína til afnota í ferðina láti þess og getið við skráningu. Að vanda verður grillað og stunduð fjölbreytt útivist, svo sem göngur, veiði og svo bara slökun á pallinum. Lagt af stað frá Geysi kl. 12.00 (hádegi) og gert ráð fyrir að kom aftur til byggða milli kl. 16.00 og 17.00. Þess má geta að spáin er sólrík.

Þessi mynd er tekin við vatnið sl. laugardag í þeirri einmunablíðu sem þá var.