Kringlan í dag
Farið verður í Kringluna í dag. Lagt af stað frá Geysi kl. 16.00. Félagar geta hins vegar komið sér sjálfir á staðinn og verður hist í Kringlunni við H&M á annarri hæð kl. u.þ.b. 16:10. Kringluferð þessi er liður í félagslegri dagskrá og pæling í því að innbyrða jólaandan, skoða jólasveinaskreytingarnar, litina og ljósin. Ef þú átt eftir að klára að versla jólagjafir eða ert viltur í jólainnkaupunum þá er Helena með gulljólaráðgjafargráðu í leiðbeiningum um jólagjafakaup og notalegum stundum? Ekki er ólíklegt að farið verði í kaffihús á eftir. Svo hér í framhaldinu er rétt að minna á ágætlega heppnaðan ýktan jólapeysudag sem haldinn var hátíðlegur í Geysi í gær.

Nokkrir félagar náðust á mynd í jólaskreyttum fatnaði.