Kveðjum Lisu
Á morgun föstudaginn 21. ágúst verður síðasti vinnudagur Lisu í Geysi áður en hún bregður sér í stutt ferðalag um Ísland og heldur síðan af landi brott til sinna æskustöðva. Við ætlum að halda henni smá kveðjusamsæti eftir hádegismatinn og knúsa hana svolítið í tilefni dagsins. Allir að mæta.