Kveðjuveisla Darios
Þá er komið að enn einni kveðjustundinni í Geysi. Dario Korlija sem verið hefur sjálfboðaliði í Klúbbnum Geysi undanfarna 2 mánuði var að ljúka sínum síðasta degi í gær og var kvaddur með dálítilli veislu af því tilefni. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt að njóta starfskrafta Darios og hefur hann komið með marga nýja og skemmtilega vinkla á margt í starfi klúbbsins. Hans verður saknað eins og reyndar allra þeirra frábæru sjálfboðaliða sem sótt hafa klúbbinn heim og lagt starfinu lið. Aðspurður sagðist Dario ekki alveg viss um hvað hann tæki sér fyrir hendur, en þó ætlar hann að byrja á því að taka sér smá frí í heimalandi sínu Makedóníu.

Hópmynd sem tekin var í veislunni. Dario er lengst til hægri.