Kveðjuveisla Luciu
Kæru félagar
Eins og mörg ykkar vita þá er hún Lucia á leið heim til Ítalíu á næstunni. Síðasti dagurinn hennar í klúbbnum Geysi verður á föstudaginn, þann 8. október og þá ætlum við að kveðja hana með köku og kruðeríi klukkan 13.30.
-Takk fyrir samstarfið elsku Lucia, það var virkilega gaman að kynnast þér. Megi þér vegna vel í heimalandinu, umvafin fjölskyldu og vinum.
PS: Láttu þér aldrei verða kalt. xxx