Kynningar

SAM_1214

Sjúkraliðanemar í kynningu

Reynt er að haga kynningum eftir þörfum hvers og eins. Óskum um kynningar er svarað í síma 551- 5166 og fundinn tími sem hentar. Kynningarnar eru alltaf í höndum starfsmanns og félaga. Í kynningu er farið um húsið, deildirnar skoðaðar, farið yfir starfsemi þeirra og uppbyggingu vinnumiðaðs dags. Að lokinni ferð um húsið er sest niður með viðkomandi, farið yfir hugmyndafræði Fountain House og spurningum svarað.

Allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í Klúbbnum Geysi. Viðkomandi færist þá inn í félagatal, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja (sjá sjá alþjóðlega staðla C.I).

Engin félagsgjöld eru í klúbbnum.