Kynningarátakinu hleypt af stað: Geðheilsa er líka heilsa
Eins og félagar vita hefur verið í undirbúningi átak til byrtingar á samfélagsmiðlunum til þess að kynna Klúbbinn Geysi og starf hans í geðheilbrigðismálum. Átakið hefur verið unnið í samstarfi við Hvíta húsið og varhleypt af stokkunum í morgun á útvarpsstöðinni K100. Sigtryggur frá Hvíta húsinu, Tóta Ósk framkæmdastjóri Klúbbsins Geysis og Mikael félagi í Geysi voru í viðtali á stöðinni K100 og fylgdu verkefninu úr hlaði. Í framhaldinu hefur verið boðað til blaðamannafundar í Klúbbnum Geysi til að vekja frekari athygli á verkefninu. Átakið byggist á þremur auglýsingum sem taka á fordómum gagnvart geðsjúkum í samfélaginu. Auglýsingarnar verða birtar á samfélagsmiðlunum og er fólk hvatt til að deila þeim sem til þess hafa tök.

Myndbrot úr auglýsingunni sem birt var í morgun.
Myndbandið “Ísskápur” á Youtube