Laufabrauðsskurður þriðjudaginn 15. desember
Þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30 ætlum við að skera út laufabruð í Geysi og steikja að sjálfsögðu til að eiga með hangikjetinu á föstudaginn. Hvetjum áhugasama félaga til að taka þátt í þessari hefðbundnu jóladagskrá klúbbsins. Virðum 2 metrana, notum grímur og sprittum. Kakó og piparkökur í boðinu. Eflum stemninguna og hinn ljósfærandi jólaanda.