Laugardalslaugin á fimmtudag 21. september
Þá er komið að heilsueflandi útvist í sundkýlum og -bolum. Frækinn hópur félaga í Geysi ætlar að láta líða úr sér í heitum pottum Laugardalslaugar og teigja á sundvöðvum líkamans í keppnislaug sömu sundlaugar. Eins og alþjóð veit er sund sú íþrótt sem Íslendingar hafa verið einna fræknasti í, þó að vatnshræðsla og sundkunnáttuleysi hafi um hríð hrjáð þessa þjóð. Nú er tíðin önnur og sundlaugar landsins fullar af volgu vatni til íveru og slökunar. Lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00 eða hist í lauginni kl 16:15.

Lagt af stað í sund frá Geysi kl. 16.00

Þessar eru komnar í sund og bíða eftir Geysisfélögum