Laugavegsganga og ljósadýrð
Hin árlega jólaljóslaugavegsganga verður farin 21. desember. Lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00. Félagar eru hvattir til að fylkja liði um Ján Jakub sjálfboðaliðann okkar sem langar að fá íslensku jólastemninguna í sálina. Að vanda verður farið á kaffihús í lokin og spjallað.

Myndin er tekin í Hjartagarðinum í Reykjavík, þó ekki verði tekin stefnan sérstaklega á hann.