Laugavegsjólaljósaganga Geysis
Hin árlega Laugavegsjólaljósaganga verður farin á fimmtudaginn 22. desember. Lagt af stað frá Geysi kl. 16.00. Tilgangur leiðangursins er fyrst og fremst að anda að sér jólastemningunni, skoða í búðarglugga og fara á kaffihús og jafnvel gera einhver innkaup fyrir jólin. Nú er nýfallin jólamjöllin heldur betur farin að setja svip á undirbúning jólanna, svo ekki ætti það að draga úr áhuga félaga að fjölmenna í gönguna. Hin frábæra Helena sem þekkt er fyrir göngukraft og ást á snjó mun leiða gönguna ásamt fjörugum félögum.

Jólaljósin eru margvísleg