Leikhúsferð
Jæja, þá hefur verið ákveðið að fara í leikhús 17. apríl næstkomandi. Þetta er sýning sem Leikfélag Kópavogs er með og nefnist leikverkið Óþarfa offarsi. Búið er að taka frá 10. miða fyrir Geysi og þurfa nú félagar að vera snöggir að skrá sig á lista því frestur til að tilkynna fjöldann sem ætlar að sjá þetta skemmtilega stykki er til 1.apríl.
Félagar endilega komið í klúbbinn eða hafið samband við okkur og látið skrá ykkur.
Sjá nánar hér, http://www.kopleis/