Leikjadagur á Klambratúni
Fimmtudaginn 12. júlí næstkomandi er stefnt að því augljósa: Nefnilega að fara í leikjaferð á Klambratún. Lagt af stað kl.16.00 frá Klúbbnum Geysi. Freistandi leikir eru Kubbur, Frisbí og kannski feluleikur. Við látum veðrið ekki á okkur fá, enda engin rigning í kortunum (sjá vedur.is) frekar en fyrri daginn. Hægt er og velkomið að skrá sig í ferðina á opnunartíma klúbbsins. Allir velkomnir og takið með ykkur vini og ættingja.

Hér er er Klambratún úr drónsýn. Neðri hluti myndarinnar er sú hlið er snýr að Flókagötu, hvar Kjarvalstaðir liggja.