Leikjadagur – félagsleg dagskrá á fimmtudaginn, 10. júní
Komdu út að leika! Á fimmtudaginn klukkan 16.00 höldum við á Klambratún, spilum kubb og frisbee golf. Við hvetjum félaga til að mæta, taka þátt, hreyfa sig, hlæja saman og jafnvel örlítið að sjálfum sér. Ef það verður ausandi rigning breytum við leiknum í kaffibollaþamb innandyra.
Vinsamlegast skráið ykkur á blaði á töfluvegg á 2. hæð eða hringið í okkur og látið vita af þáttöku ykkar.