LeiraMeira á Ljósanótt
Fannar Bergs, a.k.a. LeiraMeira, sýnir á Icelandair Hótelinu í Keflavík, Hafnargötu 57 á Ljósanótt.
Sýningin er frá 3 – 6 september.
Fimmtudagur: formleg opnun kl 19:00 – 23:00
Föstudagur frá kl 15:00 – 21:00
Laugardagur frá kl 13:00 – 21:00
Sunnudagur frá kl 13:00 – 17:00
Fannar er sjálflærður leirlistamaður en hann hefur alltaf haft gott auga fyrir smáatriðum. Stytturnar eru handmótaðar úr ofnbökuðum leir og handmálaðar. Einnig leggur hann alúð í hverja styttu.
Fannar hefur verið að leira frá barnsaldri og hefur mótað styttur af frægum teiknimynda- og tölvuleikjafígúrum, sem dæmi. Hann verður með stóran hluta af verkum sínum til sýnis og sölu þessa daga. Endilega komið, kíkið á verkin, og kannski finnið þið góðar gjafir handa vinum og vandamönnum eða fína styttu í hilluna hjá ykkur.
Sjáumst! 🙂