Léttir, vörumst bakslag og höldum í jákvæðnina
Samkvæmt síðustu fréttum af COVID-19 faraldrinum bendir flest til þess að tökum hafi verið náð á smiti og að hámarki útbreiðslu hafi verið náð. Látum gott á vita. Eins og staðan er nú er stefnt að því að opna Klúbbinn Geysi í byrjun maí með þeim takmörkunum sem sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir munu krefjast. Opnun klúbbsins á ný verður auglýst þegar nær dregur á heimasíðu klúbbsisns: kgeysir.is, facebook og í Litla hver sem mun koma út um næstu mánaðamót að öllu óbreyttu. Þangað til höldum við í jákvæðnina og höldum áfram að styðja hvert annað á samfélagsmiðlunum. Upplýsingasími klúbbsins 551-5166 er opinn og félagar hvattir til að nýta sér hann.