Listin að breyta hverju sem er
Nú fer að líða að fyrirlestri Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf, þar sem hún ætlar að fjalla um þær áskoranir sem felast í breytingum. Fjallað verður um persónulegan árangur, breytingar og markmið. Fyrirlesturinn verður í Geysi þriðjudaginn 20. október kl. 14.30. Mætum öll og lærum að takast á við breytingarnar í okkur sjálfum og þær breytingar sem samfélagið býður upp á alla daga.