Lítil jól í Geysi
Hefðbundin lítil jól verða haldin í Geysi laugardaginn 12. desember kl. 11.00 til 15.00. Í lítillæti hefjum við til vegs lítil jól á aðventunni til þess að byggja okkur upp fyrir fæðingarhátíðina, hvar miklir viðburðir áttu sér stað í litlu fjáhúsi á Betlehemsvöllum. Að vanda verðu dálítið hangikjöt snætt ásamt meðlæti úr dósum og krukkum, og svo kaffi og konfekt á eftir af litlum mætti. Dálítill djákni mun mæta og leggja útaf þessum atburðum öllum og litlum jólapökkum verður dreift til vistaddra. Mætum öll í vora hógværu tjaldbúð þennan dag og eigum saman fallega stund. Svo mega allir sem vettlingi geta valdið tekið þátt í undirbúningi og svo frágangi í lok dagsins. Spáin er góð og jólastjarnan lýsir í sálinni og á himninum.