Litlu jólin slógu í gegn
Litlu jólin í Geysi voru haldin hátíðleg sl. laugardag. Mikil gleði og hátíðarbragur var bæði yfir mannskap og húsi. Hefðbundið hangikjet var snætt ásamt meðlæti af grænum og rauðkáli. Gleymum ekki Uppstúfii, þeim góða jóklasveini sem helti sér yfir hvers manns disk. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði var boðið að koma til okkar og flutti hann eina góða hugvekju um hvernig við getum virkja hið góða og réttsýni með okkur. Var ger góður rómur að innleggi Hilmars Arnar og athyglivert hversu hinn heiðni siður rímar vel við þá nálgun virðingar og sjálfseflingar sem birtist í viðhorfum klúbbhúsahreyfingarinnar. Að lokinni tölu Hilmars Arnar var jólapökkum útdeilt að vanda og vakti bæði eftirvæntingu og gleði.
Jólakortaflæði
Í gær 15. desember lögðust allir á eitt um að klára jólakortin sem við sendum til vina og velunnara. Ásamt því var boðið upp á súkkulaði og piparkökur. Mjög skemmtileg dagskrá, þar sem allir gátu lagt sitt af mörkum. Þess má geta að farið var í vinnu við jólakortinn í framhaldi að sameiginlegum fundi deildanna, en sameiginlegir deidlarfundir á mánudögum eftir hádegið er tilraunaverkefni til tveggja/þriggja mánaða. Að vonum mun þetta framtak vekja athygli víða um jarðir.