Lokað á sumardaginn fyrsta
Gleðilegt sumar!
Við minnum á að klúbburinn er lokaður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn þann 22. apríl. Hittumst hress á sumardaginn annan, föstudaginn 23. apríl klukkan 9.00
Vorið er að koma, snjórinn og frostið má nú hypja sig í bili, en við skulum samt gefa vetrinum og vorinu færi á að frjósa saman.
Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.
Úr Sögu daganna – hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson