Londondveljarar
Eftir því sem heimildir herma þá mun þjálfun Helenu og Guðmundar ganga með ágætum í Mosaic Clubhouse, hvar þau hafa nú dvalið í nærri tvær vikur. Segjast þau mjög áhugasöm og tileinka sér nýjar hugmyndir og nálganir á hverjum degi. Hér eru nokkrar myndir frá dvöl þeirra í Mosaic Clubhouse.

Hér má sjá Helenu til vinstri og Guðmund lengst til hægri ásamt góðum Mosaicum, sem ekki fylgja frekari deili á. Gleðisvipurinn leynir sér hins vegar ekki.