Louise og Leena eru mættar
Langþráð vottunarheimsókn er nú í gangi. Þær Louise og Leena komu til landsins í gær og voru mættar í Geysi rétt eftir 8:00 í morgun. Louise er frá Írlandi og Leena frá Finlandi og hafa þær báðar góða reynslu af því að votta klúbbhús. Þær munu dvelja í Geysi þessa viku, skoða starfsemi klúbbsins og ræða við félaga, stjórnarmenn og starfsfólk. Hvetjum félaga til þess að mæta og sýna hversu sterk við erum.

Frá vinstri Kári, Leena, Louise og Steinar. Þeir fóru með þær stöllur í morgun í kynningarferð um húsið.