Lucia varð hlutskörpust í páskagetrauninni
Á húsfundi fyrir stundu var meðal annars dregið í páskagetraun Litla Hvers og skjáfrétta. Spurt var hversu margir hefðu verið við borðið í síðustu kvöldmáltíðinni. Fjölmargar lausnir bárust og var drátturinn hinn skemmtilegasti. Að lokum var það Lucia ítalski sjálfboðaliðinn okkar sem bar sigur úr bítum. Við óskum henni til hamingju með sigurinn og öllum sem tóku þátt í þessum skemmtilega leik.