Matsalurinn gengur í ferska endurnýjun lífdaga
Vel hefur gengið að undirbúa matsalinn fyrri málningu. Öll ljós voru tekin niður, fyllt í holur og múrað dálítið. Allt þetta tók nokkurn tíma því við ætlum að vanda okkur af mikilli kostgæfni. Nú stendur verkið þannig að búið er að mála loftin með þar tillagaðri loftamálningu og í framhaldinu verður byrjað að mála veggina með lit sem ber dýrðarinnar heitið “dásamlegur”. Í framhaldinu verða svo sett upp ljós og húsgögn ef aurinn endist. Vonum að sjálfsögðu fastlega að nafn litarins muni streyma góðum víbrum í rýmið og þá sem þar snæða og um fara.
Minnum á húsfund í dag kl. 14.30.