Melkorka Mjöll mætti á svæðið
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir mannfræðinemi hefur verið fengin til þess að skrifa texta í væntanlegt afmælisriti sem gert er ráð fyrir að komi út á 20 ára afmæli Klúbbsins Geysis 6. september í haust. Melkorka Mjöll er að klára meistararitgerð sína í mannfræði í vor og mun svo hella sér útí bókarskrif fyrir Klúbbinn Geysi í framhaldi af því. Það er búið að koma á fót ritnefnd hvar í er einvalagæðafólk sem mun halda utan verkið. Við hlökkum til samstarfsins og stefnum á glæsilega og forvitnilega bók, sem mun ef satt reynist marka þáttaskil í bókaútgáfu á Íslandi.

Melkorka og Helgi ræða málin. Helgi verður ljósmyndastjóri væntanlegrar bókar.